Í gær yfirgaf ég klakann minn ljúfa. Það var ekki svo erfitt í þetta skiptið því mér finnst svo stutt þar til ég kem heim aftur (og líka af því að í þetta skiptið hljóp ég bara ein inn í Leifsstöð og útrýmdi þar með rúllustigakveðjustundinni, en það er hún sem fer alltaf með mig). Ég lenti í Frankfurt um eittleytið og átti miða í hálfsex-rútuna til Strass, en nennti ómögulega að bíða svo lengi svo ég fór og skældi í bílstjóranum á hálftvö-rútunni. Hann lét undan og leyfði mér að koma með en ég þurfti að sitja í litlu aukasæti við hliðina á bílstjóranum, sem ég sá ekkert athugavert við fyrr en við lögðum af stað og keyrðum undan flugvallarþakinu. Sóóól. Og ég sat í þrjá tíma klesst upp við framrúðuna á rútu og grillaðist. Ég man voða lítið eftir þessarri rútuferð. En heim komst ég nú samt.
Þegar ég var búin að staulast upp alla stigana á Slátrarastrætinu með töskuna mína uppgötvaði ég að Matthildarnar eru enn í fríi og ég hélt ég væri þá ein heima. Það reyndist misskilningur. Um leið og ég fór að ganga um íbúðina sá ég nýju sambýliskonur mínar. Súkkulaðibeljurnar. Þær voru allsstaðar. Í eldhússkápunum, á póstinum mínum, í eyrnapinnaboxinu mínu, osfrv. Þessi var í fataskápnum mínum:
Súkkulaðibeljunærmynd:
þriðjudagur, maí 01, 2007
Back to Butcher Street
Birt af Unnur kl. 06:20
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli