fimmtudagur, maí 03, 2007

Myndasamtíningur

Nú á ég að vera að skrifa tvær ritgerðir í algjöru tímastressi, og þá er einmitt upplagt að blogga svolítið...
Ég tók næstum engar myndir í Íslandsheimsókninni minni, enda vonlaus í þeirri deild, en þessi vel völdu (og ótrúlega random) augnablik tókst mér samt að festa á filmu:

Haukur Bragi og Ása sátu uppi með mig stóran hluta dvalarinnar

Sögulegur hittingur á Amokka, mér leið eins og ég hefði stokkið tíu ár aftur í tímann þegar ég horfði á þær allar, Ingunni, Ásu og Möggu, á sama stað. Ó svo skemmtilegt!

Örnu (nææærmynd) elti ég eins og hundur um allt
Oddný og Monika á Boston eftir kveðjudinnerinn hennar Oddnýjar á Ítalíu. Eins gott að maturinn var ofsa góður, því umræðuefnið yfir matnum var ekki lystaukandi...
Una mætti í fína kjólnum sínum þetta sama kvöld (það gerðu reyndar fleiri (halló Hrefna!) en eftir að þessi mynd var tekin var okkur tilkynnt að það væri bannað að taka myndir á staðnum. Á miðvikudagskvöldi. Hm.)
Fyrirmyndarfjölskyldan í Fífulindinni bauð mér nokkrum sinnum í mat (takk fyrir mig!), og þar ríkir gleðin eins og sjá má...

Næst lofa ég að reyna að taka myndir í einhverju samhengi...

Engin ummæli: