Allar vinkonur mínar hérna eru á föstu, eins og langflestir í borginni virðast vera. Mér finnst fólk hérna almennt ekki spá svo mikið í að vera neitt sérstaklega ástfangið í alvörunni, bara í því að vera nú örugglega á föstu með einhverjum og leika rómantíska paraleikinn. Þetta virðist hafa mjög spes afleiðingar, eins og ég komst að á Júróvisjón-skrallinu okkar í gær.
Þarna vorum við á yfirlýstu stelpudjammi og ég sú eina á lausu. Það voru alltaf að koma til okkar einhverjir dúddar að spjalla (því við erum efnilegir kvenkostir auðvitað, það sér hver maður) og ég var sú eina sem var ekki nógu þakklát fyrir hrósið til að fara í sleik við fullan Tyrki (ekki meint illa gagnvart Tyrkjum, það vildi bara svo til að þetta voru næstum allt Tyrkir í þetta skiptið) bara af því hann sagði mér að ég væri sæt. Ég skil bara ekki hvað er varið í samband sem fólk er til í að fórna fyrir smá athygli frá manni sem þekki mann ekki neitt og getur þess vegna ekki meint neitt af því fallega sem hann segir. Eru Íslendingar eina þjóðin sem er nógu kaldhæðin til að falla ekki fyrir svona? Eða missir maður sjálfsálitið þegar maður er búinn að vera lengi á föstu og verður auðveld bráð? Og er þá ekki skárra að vera á lausu heldur en vera með einhverjum af handahófi til þess að vera örugglega aldrei á lausu? Þá gætu þær allavega bara farið í sleik á skemmtistöðum í góðum fíling án þess að þurfa að hringja í mig daginn eftir að farast úr samviskubiti. Botna ekkert í þessu. Ringluð í dag.
PS. Til hamingju Serbía!
sunnudagur, maí 13, 2007
Undarlegt kvöld. Fullt tungl?
Birt af Unnur kl. 14:49
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli