Þessi fjöldahystería um samsæri Austur-Evrópu í Júrivisjón er að gera mig frekar bil. Eru allir búnir að gleyma hvaða land vann í fyrra? Er ekki smá séns að austur-evrópsku löndin hafi hreinlega sent betri lög í keppnina í ár en löndin sem eru að skæla mest yfir samsæri? Bretar eru allavega komnir með samsæriskenningarnar inn á þing hjá sér, en ég held að það hafi ekki þurft sovésku mafíuna til að koma þeim í næstneðsta sætið, flugþjónadramað þeirra var ægilegt. Sendum bara betri tónlist á næsta ári og sjáum hvað gerist! Mér finnst persónulega sigurlagið frábært, og flytjandinn algjör töffari.
PS. Er ég sú eina sem er farin að hræðast Moggabloggið meira en flest annað í netheimum..? Jeminn.
miðvikudagur, maí 16, 2007
Blaður í staðinn fyrir að læra...
Birt af Unnur kl. 07:46
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli