laugardagur, maí 05, 2007

Halló ég!

Heima að skrifa ritgerð á laugardagskvöldi. Ég er félagslegur útlagi. Væliskæl.
Eníhú. Það er búið að taka mig ansi langan tíma að venjast því að hérna eru alltaf bara til þær tegundir af ávöxtum og grænmeti sem eru "in season" hverju sinni. Því eins og við öll vitum eru ekkert nema kartöflur og hundasúrur nokkurn tímann "in season" á Íslandi, svo ég er vön því að það sé bara flogið með þetta til mín frá Langtíburstan því demmit mig langar í vatnsmelónu NÚNA. En þannig virkar það semsagt ekki hér. Neiónei. Nú er hinsvegar hafin gósentíð, því áðan í búðinni komst ég að því að þessa dagana eru svörin við spurningunum "Hvað er ódýrt og "in season"?" og "Hvað er best í heiminum?" nákvæmlega þau sömu. Jarðarber og brakandi ferskt spínat. Þvílík botnlaus hamingja. (Hinsvegar kosta umræddar vatnsmelónur 11 evrur stykkið (!) og eru ekki í fjárlögum).
Þetta var pistill dagsins um franskt matvælaverð og -framboð. Verði ykkur að góðu. (Er algjörlega hætt að hugsa um skemmtanagildi þessa bloggs þar sem ég var að setja upp teljara fyrir hana og komst að því að það les hana hvort eð er enginn nema ég. Og mér finnst ég skemmtileg.)

Engin ummæli: