mánudagur, maí 14, 2007

Rigningardagur

Eldaði plokkfisk. Alein. Er húsleg. Var meira að segja mjög góður, og ég gerði helling af honum, svo ég get japlað á honum alla vikuna. Mun mögulega sjá eftir því fljótlega.
Annars gladdi ég lítil túristahjörtu í dag með því að fara út að hlaupa í hellidembu í aðal túrista-attrakksjóninu hérna, Petite-France. Ég veit ég er að bjóða hættunni heim með því að hlaupa þar, en þetta er nú alveg nógu leiðinlegt án þess að maður taki líka í burtu fallega útsýnið! Er sennilega í myndaalbúmum útum allan heim, hlaupandi í bakgrunninum á sís-brosandi fjölskyldumyndum með örvæntingu í augunum og eplarautt andlit. En við GusGus áttuðum okkur ekki á því áðan að það að hlaupa í hellidembu á eldgömlu steinstéttunum hérna er ekkert svipað og að gera það á malbikuðu stéttunum á Fróni. Sleeeiiipt! Ég datt reyndar aldrei, en þurfti nokkrum sinnum að baða út öllum öngum eins og teiknimyndafígúra sem hleypur ofsa hratt á staðnum til að detta ekki. Og einu sinni þurfti ég að grípa í túrista (giska á þýskan) sem leit út fyrir að vera frekar stöðugur. En túristunum fannst ég allavega fyndin. Gaman að geta verið fólki til ánægju býst ég við...

Engin ummæli: