laugardagur, maí 19, 2007

Blákaldur veruleikinn

Ég held að maðurinn sem var búinn að útbúa sér lítið heimili undir einni brúnni hérna hafi dáið í nótt. Allavega voru lögreglu- og sjúkrabílar á staðnum, lögreglumenn á vappinu á brúnni, og fullt af forvitnu fólki að horfa á lögreglumenn á bátum sem tóku eitthvað sem líktist mannslíkama undan brúnni. Mikið finnst mér erfið tilhugsun að á meðan ég sat yfir bókunum, fitnaði af óhóflegu súkkulaðiáti og kvartaði yfir hvað lífið væri erfitt, hafi maður ca. 500 metra frá mér verið að deyja í innkaupakerrunni sinni undir brú. Hvað getur maður sagt...

Engin ummæli: