Ég verð svo hrikalega meyr alltaf í þessum Íslandsheimsóknum mínum að ég hef kosið að blogga sem minnst meðan á þeim stendur. Langar ekkert að tala um nema það hvað ég er heppin með vini og vandamenn, hvað mér þykir ægilega vænt um ykkur öll og hvað þið eruð endalaust góð við mig alltaf hreint. Ekki mjög spennandi bloggefni. Nú er ég hinsvegar farin að sjá fyrir endann á þessarri heimsókn minni, fer út á mánudaginn, og er bara frekar sátt við það því mér finnst svo stutt þar til ég kem aftur heim í lok sumars, og þá til að vera.
Þetta stefnir annars í að verða ansi viðburðaríkt sumar, nokkur ferðalög á teikniborðinu og einhverjir gestir væntanlegir til mín, fyrir utan hvað ég er að verða spennt fyrir því að byrja á BA-ritgerðinni minni eftir mjög inspiring (ísl. hvað? Andríkan?) fund með leiðbeinöndinni minni.
Mér finnst alltaf erfitt að byrja að skrifa á bloggið mitt aftur eftir dapurlega atburði, truflar mig eitthvað hvað lífið heldur hratt áfram eftir þá, en ég held ég geti sagt án þess að það sé vanvirðing við neinn að ég er þrátt fyrir allt lukkunnar pamfíll og lífið er ljúft.
miðvikudagur, apríl 25, 2007
Fíll frá Pam
Birt af Unnur kl. 23:36
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli