Ok, nú er þetta að verða komið gott bara. Helmingurinn af öllum pósti sem ég fæ er boð frá öllum sem ég þekki (og nokkrum sem ég reyndar þekki ekki...) um að skrá þá í einhverja þjónustu á netinu þar sem er hægt að senda sms frítt. Sem væri merkilegra ef maður hefði ekki gert það árum saman gegnum heimasíður íslensku símafyrirtækjanna. Þetta fæ ég aftur og aftur og aftur frá sama fólkinu, sem er að öðru leyti dagfarsprútt og tiltölulega þolanlegt í umgengni svo ég neita að trúa því að þetta pakk sé alltaf að senda mér þetta viljandi. Er forritið að gera þetta sjálfvirkt eða..? Þið vitið hvaða forrit ég er að tala um, sms.ac eða eitthvað. Nú hef ég aldrei sent viljandi út svo "invitation" á einn eða neinn, svo segið mér nú, eruð þið búin að vera að fá svona drasl frá mér?
þriðjudagur, ágúst 02, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli