fimmtudagur, ágúst 04, 2005

Þreytuleiði

Svakalega verður maður leiður þegar maður er svona þreyttur. Ég er eitthvað svo útkeyrð líkamlega en allt samt gott þannig lagað, svo andlega hliðin ætti alveg að vera í fínu tjútti, nema hún er það ekki. Hún er bara búin á því líka. Merkilegt hvað þetta fer saman. Svo allir sem vilja knúsa mig eru velkomnir í Laugar.
Fólk má líka fara að bera smá virðingu fyrir sísteminu mínu. Ég litakóðaði bolina hérna í búðinni en fólk er alltaf eitthvað að messa í kerfinu mínu. Hætta því strax. Getið gramsað í sokkakörfunni ef vantar útrás fyrir taugaveiklunina, hef ekki ennþá fundið almennilegt kerfi til að skipuleggja hana blessaða. Nöttí? Ég held ekki...

Engin ummæli: