Það er svo mikill skandall að ég skuli ekki vera búin að sjá Billy Elliot ennþá! Ég af öllum. Hneyksli. Er komin efst á listann fyrst guttinn er meira að segja staddur á landinu. Hnuss, að maður skuli láta þetta fréttast um sig.
Skil annars ekki að mér skuli ennþá vera hleypt út á almannafæri, hvað þá að ég fái að tala við viðskiptavinina... Lenti í nettri krísu með kúnna áðan. Hann ætlaði að kaupa sér sokka og ég spurði hvaða skónúmer hann notaði. Hann svaraði með djúpri röddu "verð ég ekki að segja 48, er ekki þjóðsagan að þetta sé eitthvað tengt annari stærð?" og hló svo, og ég, verandi kjánaprik, sagði að ég hefði nú verið að lesa grein rétt áðan (þessa grein) þar sem þetta teldist bara sannað mál. Það fór ekki betur en svo að manngreyið snarfölnaði og þverneitaði að segja mér hvaða skónúmer hann notaði í alvöru. Úps. Keypti sokka nr. 39-42 og sagði að honum fyndist betra að hafa þá þrönga. Einmitt.
þriðjudagur, ágúst 09, 2005
Skandall!!!
Birt af Unnur kl. 18:22
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli