Gleymdi að borða áður en ég fór að sofa í gærkveldi, eins og ég geri alltaf þegar ég á að kenna tíma í bítið morguninn eftir, svo ég var um hálfníuleytið í morgun komin í þetta líka fína blóðsykursfall. Sem væri nú ekkert fréttnæmt svosem, nema af því að ég er ennþá titrandi og skjálfandi eins og aumingi, óglatt og svimar og alltsaman. Sem er ekki hressandi. 14 tíma vinnudagur í dag og hefði verið ofsa krúttlegt að halda meðvitund. En maður fær víst ekki allt. Kvartikvart.
Annars er óðum að líða á þessa vinnuviku dauðans, þetta klárast alltaf hraðar en maður heldur, skil ekkert hvað ég var að kvarta og kveina í vikubyrjun. Massetta!!!
miðvikudagur, ágúst 03, 2005
Unnsa, fæst nú sykurskert
Birt af Unnur kl. 12:31
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli