Hélt ég væri ekki hrædd við flugur, bara köngulær. Annað kom nú samt í ljós rétt áðan þegar það flaug geitungur ofaní glasið mitt í búðarkytrunni og ég flaug fram á gang æpandi og gólandi á miskunn. Ég skaust svo hratt fram á gang að ég held að ég hafi skapað einhvers konar lofttóm á bakvið mig, allavega þá sogaðist geitungsgreyið út á eftir mér og er núna að gleðja Birtu og Möggu í afgreiðslunni. Úps :)
mánudagur, ágúst 15, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli