fimmtudagur, ágúst 11, 2005

Slapplingur

Þessi belgvettlingur hér er slappur í dag. Held ég sé að fá í hausinn hvað ég er búin að vera ofvirk í sumar, kenndi bara einn tíma hálfsjö í gærmorgun og fór svo heim að skrifa ritgerð, og held að líkaminn hafi ekki þolað svona rólegheit, er allavega hálfgert flak. Það er samt ekki í boði að verða lasin fyrr en ritgerðinni hefur verið skilað. Pant verða lasin á mánudag, en ekki deginum fyrr!
Ég datt inná netdagbók um daginn hjá Íslendingum sem búa í Kína, og nú er ég alveg sjúk aftur og langar þangað í skiptiönnina/annirnar mína/mínar. Lítur samt ekki út fyrir að það sé neinn skóli í Kína í boði fyrir stúdenta HÍ, bara skipti fyrir kennara eftir því sem ég best fékk séð í fyrra þegar ég var að spá í þetta. En getur það nokkuð verið, þetta stóra og fjölmenna land..? Ég hlýt að vera að misskilja eitthvað. Held áfram að njósna þetta.

Engin ummæli: