laugardagur, júlí 02, 2005

Skapa(há)ra-wannabe

Dett stundum í alveg hrikalega sorglegt ástand þegar ég sé hvað margir aðrir eru að gera sniðuga hluti. Sorglega ástandið er að mig langar líka. Að vera ofsa sniðug og skapandi og listræn, búa eitthvað til sem öllum finnst ofsa hippogkúl og váhvaðégvildiaðmérhefðidottiðþettaíhug. Svona listræn penis-envy er hinsvegar ekkert svöl og ég vil losna við þetta rugl. Skil bara ekki hvernig þetta lið hefur tíma til að dunda sér svona, er þetta pakk ekki í vinnu? Kannski hefði ég líka tíma ef ég væri ekki alltaf á msn...

Engin ummæli: