mánudagur, júlí 18, 2005

Sveitt helgi

Allt sem ég gerði þessa helgina hafði þær afleiðingar að ég svitnaði, svo ég var sveitt mestalla helgina. Fór í baðstofuna á föstudagskvöldið og svitnaði, æfingu á laugardaginn og svitnaði, út að dansa um kvöldið og svitnaði og svo á æfingu og baðstofu í gær og viti menn, svitnaði. Maður er ekki beint heillandi þessa dagana. Fór út að hlaupa í Laugardalnum með Möggu á laugardagsmorguninn fyrir vinnu og hélt ég myndi bara deyja einhversstaðar á leiðinni. Ef það hefðu ekki verið sætir útlendingar fyrir utan farfuglaheimilið hefði örugglega liðið yfir mig þar en ég fór þetta á þrjóskunni. Og þetta slefaði kannski uppí tvo kílómetra. Aumt.
Stelpukvöldið á laugardaginn tókst ofsa vel, nettur kjaftaklúbbur hjá Hrefnu minni og svo sveittur (auðvitað) dans á Hressó. Byrjuðum samt á öfugum enda, hefðum átt að byrja á að taka rölt og vera pínu sætar og svona, því eftir að við byrjuðum að dansa varð eiginlega ekki aftur snúið, við urðum strax eins og við hefðum setið í finnskri sánu í sólarhring eða svo. Kúlið farið svo við dönsuðum bara meira og fórum svo heim að lúlla. Eftir að hafa borðað ofsa góðan sjeik á Aktu taktu á leiðinni heim...

Engin ummæli: