Þessa tvo daga sem sólin hefur verið að glenna sig hérna á klakanum núna er ég búin að vera andsetin af þvottabirni, svo ég hef ekki séð hana mikið. Er búin að þvo herbergið mitt vel og vandlega, eftir að hafa látið það sitja á hakanum í vinnutörninni. Og letinni. Svo nú eru allir velkomnir í heimsókn aftur, skal hætta að skella hurðinni á nefið á gestum og segja þeim að hringja á undan sér eins og siðmenntað fólk...
Í kvöld er svo hópferð á Madagaskar í bíó fyrir þá sem ekki vita, kl. 22, allir að mæta!!!
miðvikudagur, júlí 20, 2005
Passa mig á sólinni...
Birt af Unnur kl. 17:22
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli