Var að koma úr blóðbankanum, þar sem yndisleg gömul kona var að taka úr mér blóðprufu. Ég ræktaði hinsvegar ofsalega mjóar og kræklóttar æðar sem er næstum vonlaust að hitta á, svo eftir mikið juð og pot fram og til baka sit ég uppi með ansi hreint skemmtilegan blóðpoll undir húðinni. Skemmtilega heróínlegt, nema ég er ekki alveg nógu mjó til að klára lúkkið almennilega.
Og mætt á Hlöðuna, í júlí! Ef það er ekki eins og einnar Fálkaorðu virði þá er ég illa svikin. Er að reyna að byrja á ritgerðinni minni, ekki nema 5 vikum á eftir bjartsýnu áætluninni minni. Skal veðja að ég skoða Garfield samviskusamlega þar til Hlaðan lokar.
"Mongólitinn" vill vita hvað ég brallaði um helgina. Það var nú eitthvað rólegt. Vonbrigði? Fór reyndar á Sin City í bíó á laugardaginn, fannst hún ofsa töffaralega gerð og flott en full gorí fyrir mig, blóð er blóð, hvort sem það er rautt eða hvítt eða gult. Og öxi í ennið er ahahahalltaf öxi í ennið. (Exi í ennið? Öxi í ennið? Veit ekki...). Í gær laumaðist ég svo með Bylgjunni á kaffihús, var ofsa kósí og rómó. Játs Mongó litli/litla, þannig var nú það.
Eigið góða viku lömbin mín!
mánudagur, júlí 11, 2005
Heróínvettlingur
Birt af Unnur kl. 10:53
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli