miðvikudagur, júlí 06, 2005

I´ve created a monster...

Bjó til meiri prinsessuna þegar ég var að hjúkra kettinum. Nú er hún miklu hressari en vill auðvitað nákvæmlega sömu athygli og umhyggju og hún fékk meðan hún var lasin. Svo nú ligg ég laglega í því. Sit uppi með kött sem vælir og skælir ef ég er ekki heima, vill láta halda á sér alveg sama hvað ég er að gera (hélt sér sjálf á öxlinni á mér þegar ég burstaði tennurnar í morgun, nettur hristingur átti ekkert í þrjóskuna) og vill sofa uppí hjá mér og láta hleypa sér inn og út úr herberginu á hálftíma fresti allar nætur. Jeminn. Ekki skrýtið að maður verði tussulegri með hverjum deginum.

Engin ummæli: