föstudagur, júlí 22, 2005

Alþjóðalæti

Fór með dönsku Möggu minni að drekka te í Alþjóðahúsinu í gær. Við enduðum þar eftir smá vapp því við þurftum að tala ööörlítið saman og fimmtudagshávaði þema á næstum öllum kaffihúsum. Meðal annars í Alþjóðahúsinu, nema þar er boðið uppá sniðugt. Hægt að velja borð í hávaða eða hávaðalausu. Ég var alveg uppnumin af snilldinni. Völdum hávaðalaust og töluðum útí hið óendanlega.
Nú er ég að telja á mér tærnar í vinnunni því það er ekkert að gera og ég að bíða með óþreyju eftir að komast heim, þar sem Eva Dögg bíður með neglurnar mínar. Jei! Þó það sé útsala hjá mér vill samt enginn fórna sólinni til að versla við mig. Er alein. Foj.
Á morgun fer ég svo í fyrsta brúðkaupið á ævinni, og hlakka ofsa til, enda ekki ómerkara par að gifta sig en Guðný og Gummi. Hlýtur að verða stuð. Ég fórna World Class afmælinu fyrir það með glöðu geði, en ætla að reyna að merja það í staffapartíið og ballið um kvöldið. Það er nefnilega World Class Sálarball í Skautahöllinni annað kvöld frá kl. 23, ókeypis inn og ahahallir velkomnir. Mæta!!! Verður tjúttað alveg útí hið óendanlega, svo mikið pláss í Skautahöllinni að við ætlum að máta öll plássfrekustu hallærismúvin okkar. Teygjusokkar og hita- og kælikrem á svæðinu ef illa fer. Vííí...

Engin ummæli: