Sem er alltaf nett spælandi en það sem er samt verra er að það er skítakuldi hérna inni í búðinni hjá mér. Þannig að á meðan þið ormarnir sem eruð í sumarfríi eruð að grillast úti í sólinni er ég ekki bara snjóhvít heldur líka með gæsahúð. Kvartikvart. Annars er lífið gott. Er að lesa Ellefu mínútur eftir Paulo Coelho, og hún er ofsa góð. Það eina sem ég get fundið mér til að hafa áhyggjur af ef hvort ég á að fara á æfingu eftir vinnu eða á kaffihús að lesa meira. Svo ég hlýt að hafa það hreint ágætt bara! Maður er ekki skemmtilegur bloggari þegar lífið er svona gott.
fimmtudagur, júlí 14, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli