Dagur sjálfkjörinna kvala og pínu er genginn í garð. Nú er loksins komið að því að losa sig við þjóðlega kindalúkkið sem er búið að loða við mig síðustu vikur, og skella sér í allsherjar vax. Sem væri alls ekki í frásögur færandi nema af því að litli hausinn á mér er búinn að mikla þetta svakalega fyrir sér og ég er við það að fá taugaáfall af kvíða, er skyndilega farið að þykja æðislega vænt um feldinn minn. Eru ekki kindur voða krútt bara hvort eð er?
fimmtudagur, júlí 07, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli