miðvikudagur, júní 29, 2005

Jarvis Cocker endurfæddur

Var að fá nýju gleraugun mín. Jei! Er samt svo langt síðan ég hef notað gleraugu að mig svimar pínu, og þar sem ég sit núna á sjóveikistólnum í Fitness Sport er ástandið skrautlegt... En ég er bara ánægð með femínistagleraugun mín, finnst ég svaka gella.
Af kattaskottinu er það að frétta að hún er komin úr legghlífinni í teygjusokk sem er töluvert meira smart.
En hvar er nú allt fólkið sem var með mér í að koma með miklar yfirlýsingar um sumargönguferðir fyrir nokkrum vikum? Hvernig væri að slá í eina slíka á sunnudaginn?

Engin ummæli: