sunnudagur, júní 19, 2005

...og lásinn er inn, út, inn, inn, út

Ég hef ákveðið að hjálpa hinu einhleypa fólkinu í lífi mínu að finna ástina. Hér er staddur Gunni. Hann er ungur og efnilegur, með hár sem fengi Beckham til að fölna af öfund og boltaleikni sem slefar uppí Eið Smára. Boltaleiknin, ekki Gunni. Hann vinnur í Þrek kaffi, gengur í kvenmannsfötum og er vel vaxinn niður. Mjög vel. Hver vill hann?

Engin ummæli: