mánudagur, júní 13, 2005

Bloggaðu beibí bloggaðu inní eilífðina...

Vaknaði 5 í morgun, og nú er klukkan 18 og ég er alveg að morkna í baðstofunni... Ég er alls ekki viss um að eftir fjóra tíma enn geti ég yfirleitt risið á fætur til að skrönglast heim, svo ég gæti neyðst til að flytja lögheimilið mitt að Sundlaugavegi 30a, kjallara, glerbúri. Eins og simpansi. Bylgja stóð sig vel í að halda mér félagsskap framan af en svo kom mamma hennar og bannaði henni að leika við mig lengur. Ég er svo slæmur félagsskapur, svo villt. Mjá.
Mér finnst ég fáránlega mikill lúði að vera ekki að horfa á Lost þættina heilu og hálfu sólarhringana eins og allir virðast vera að gera til að forðast sólina. Sé bara ekki fyrir mér að þetta geti verið skemmtilegt, ekki frekar en 24 þættirnir, sem ég hef aldrei nennt að byrja að fylgjast með en fáir virðast halda vatni yfir. Hef séð hluta og hluta af Lost og það eina sem virðist gerast er að fólk er á eyju, labbar um allt, felur sig í runnum og skýtur upp neyðarblysum hist og her þegar það sér báta, en enginn tekur eftir þeim. Sem ætti ekki að koma á óvart í 5. þætti af 20 þátta seríu sem heitir nú einu sinni Týnd. Nema þeim sé bjargað um borð í ofsa stórt skemmtiferðaskip þar sem þau fá víðáttubrjálæði og týnast á göngunum. En ég mun víst aldrei komast að því. Kemst ekki alveg inní "Örvæntingarfullar húsmæður" heldur, léleg tilraun til að taka yfir plássið í hjarta mér sem er tileinkað "Samræði í borginni" en það mun aldrei aldrei takast. Aldrei. Hins vegar get ég ekki beðið eftir nýrri seríu af hinu stórgóða lýtalæknadrama "Nip/Tuck", sem eru æsispennandi og einstaklega menningarlegir þættir. Fallegt fólk að miskunna sig yfir ljótt fólk og gera það pínu fallegt líka. Þá erum við farin að tala saman. Ójá. Og ég vil fá sadistanæringarfræðinginn aftur, sem fór til fólks, skoðaði í ísskápana þess og sagði því að það væri nú meiri svínin og viðrinin, hlyti að vera andfúlt og sírekandi við. Vísindaleg rannsókn á kúknum þess staðfestir þennan dóm hennar alltaf og til útskýringar er allt gumsið sýnt. Sem er einstaklega fræðandi.
Nöldri og sjónvarpsgagnrýni lokið, ég verð að þjóta, nefið borar ekki í sig sjálft!

Engin ummæli: