Byrjaði daginn á að kenna einn tíma í karlaátaksnámskeiði, fyrsta skipti sem ég kenni bara körlum og það var alger snilld! Karlmenn eru yndislegar verur, höfum það bara alveg á hreinu. Svo hressir og kátir, alltaf að góla framí og hafa gaman af þessu og húmor fyrir sjálfum sér. Elskaðá. Vildi að ég ætti þá, en Bára á þá víst, ég var bara með þá í láni. Takk fyrir lánið Bára. Þeir voru að vísu ekki alveg tilbúnir að kaupa það að 16, 15, 14, 13, 10, 9... væri eðlileg niðurtalning, sama hvað ég reyndi að sannfæra þá. Einhvern daginn mun ég læra að telja, þetta hlýtur bara að fara að koma. Ekkert skrýtið samt að maður lendi í vandræðum, mýslurnar í bókinni voru bara tíu en ég þarf alltaf að telja uppí sextán, það er eins og það sé ekki gert ráð fyrir því að börnin sem lesi bækurnar verði einhvern daginn að fullorðnum eróbikkkennurum...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli