sunnudagur, október 01, 2006

Slökum á krakkar...

Ég held ég hafi verið að koma af fyrsta og síðasta stefnumótinu mínu í Frakklandi. Jeminn. Frakkar eru skýýýtnir. Það er kannski bara ég, en þegar einhver sem ég er að hitta í fyrsta skipti er ekki einu sinni búinn að taka einn bita af tarte flambée-inu sínu þegar hann tilkynnir mér að ég sé ekki lengur á lausu, þá langar mig bara að reyna að slá metið í 400 metrunum med det samme. Ég reyndi að tjá það á frönsku hvað mér fannst um málið en "minn rass" er frekar erfitt í þýðingu, svona merkingarlega séð.
Og ég er komin með kveeef (eða kannski bara svona heiftarleg ofnæmisviðbrögð við rómantík?).
Á morgun þarf ég að skila inn umsókn í kúrsana sem mig langar í. Ef einhver getur vinsamlega sagt mér hvaða kúrsar það eru þá eru það vel þegnar upplýsingar, því ekki veit ég það.

Engin ummæli: