Á mánudaginn gerði ég heiðarlega tilraun til að selja líkama minn í lyfjatilraunir, en það tókst ekki. Ég verð víst að tala gallalausa frönsku til að geta löglega skrifað undir. Ekki víst að móðir mín hefði verið ánægð með viðskiptin heldur, maður fær 200 þús fyrir að vera á spítala í þrjá daga og fá þrjár sprautur sem eiga að auka járn í blóðinu (hefði verið patent, mig vantar alltaf svoleiðis) og svo fylgjast þeir með því hver þeirra gerir mann minnst veikan. Huggulegt. Held að önnur Matthildurin ætli að skrá sig, þrátt fyrir að afgreiðsludaman hafi sagt við hana "þetta er ekkert mál, það hafa mörg þúsund manns tekið þátt í þessarri tilraun og bara einn dáið". Faaarðu frá mér með þessa sprautu takk!!!
Á mánudagskvöldið tóku Matthildarnar mig með í matarboð til vina sinna, vorum átta manns og ég skildi varla orð af því sem fór fram, en tróð hinsvegar í mig crépes með skinku og osti, pizzu með geitaosti, og svo að lokum crépes með súkkulaði og kókosís... Hættið að fóðra mig svona endalaust, ég fer að verða fermeter! Eða rúmmeter jafnvel!
miðvikudagur, október 11, 2006
Frakkar til sölu
Birt af Unnur kl. 09:40
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli