Elsku kisuskottið mitt er dáið. Ég er of sorgmædd til að geta sofnað. Hún var hluti af fjölskyldunni í 13 ár, svo það er kannski ekki skrýtið að það sé erfitt að kveðja. Ég er bara búin að skæla síðan mamma sagði mér fréttirnar í símann áðan, og nú er ótrúlega erfitt að vera ekki nálægt neinum sem maður þekkir nógu vel til að láta knúsa sig þegar maður er allur útskældur. En ég er samt á vissan hátt fegin að hafa ekki verið á staðnum, því þó ég vildi að ég hefði getað haldið á henni þegar hún fór, þá veit ég líka að ég hefði algjörlega misst stjórn á mér, því ég er svo mikil dramadrottning. Hún var orðin svo lasin að elsku mamma mín varð að fara með hana og láta svæfa hana, og hún hélt á henni og klappaði hennar á meðan hún var að sofna, meira get ég ekki beðið um fyrir hana. Hún fékk að lifa góðu lífi hjá fólki sem þótti hræðilega vænt um hana, og hún fékk að fara í fanginu á einhverjum sem hún treysti þegar henni var farið að líða illa og orðin lasin. Ég get samt ekki hætt að skæla.
Hvíldu í friði kisulóra. Okkur þykir mjög vænt um þig.
mánudagur, október 16, 2006
Æ kisuskott...
Birt af Unnur kl. 23:55
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli