Þá er maður semsagt snúinn aftur til siðmenningarinnar með allskonar marbletti til sönnunar þess að það hafi verið bæði kindur og óveður fyrir austan. Við Snati lentum í smá átökum við girðingarstaur sem lauk með ósigri okkar og má sjá það á vinstri sköflungnum á mér, sem er tvöfaldur. Og blár. Ég er sessí... En jólin voru samt ofsalega góð í sveitinni, vonda veðrið var bara kósí þegar maður vissi að maður væri öruggur inni og ekkert á leiðinni út á næstunni. Ég var auðvitað eins og blómi í eggi hjá ömmu og afa, skilst að amma hafi legið á dýnunni minni áður en ég kom til að hita hana, það er gott að vera jólarósin hennar ömmu sinnar sko! Samt er nú alltaf gott að koma heim aftur, eina er að kötturinn er að taka sitt venjulega geðvonskukast yfir að við höfum skilið hana eftir og hún stendur bara á miðju gólfi og gargar frá morgni til kvölds en það hlýtur að fara að ganga yfir. Hún er voða spúkí þegar hún lætur svona, ég var að reyna að sofa í morgun eftir spinning ævintýrið (hrikalega var það hrezzzzzandi) en alltaf þegar ég rumskaði og opnaði augun sá ég beint inn í glyrnurnar á kettinum sem sat á gólfinu og starði á mig. Spes.
Núna er ég á kunuglegum slóðum í baðstofubúrinu að bíða eftir steggjahóp og bráðna úr hita og svita. Foj.
fimmtudagur, desember 30, 2004
Jólaskýrslan
Birt af Unnur kl. 15:43
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli