Um þetta leyti á morgun verð ég búin í prófunum þessa önnina og líklega á langþráðri æfingu og baðstofulúri. Ahhh. En þótt prófin klárist þýðir það enga lognmollu, frekar en vanalega hjá mér! Sem betur fer :) Verð að vinna um helgina, og ekkert nema gott um það að segja, alveg kominn tími á að maður heilsi upp á liðið og borði svolítið af tortillum og svona... Á föstudagskvöldið er afmæli, partý og svo auðvitað Herra Ísland, en ég held því verði nú fórnað þetta árið á altari próflokadjamms. Það er hinsvegar bara upphitun og teygjur fyrir laugardagskvöldið, sem er búið að plotta og plana og á að verða alveg skothelt. Þetta er samt að verða fullgróft held ég, verður örugglega eins og áramótin þar sem maður er búinn að gera sér svo miklar vonir að það endar allt í steik! En þá eru semsagt litlu jólin í World Class, karókí (æ nó) og mikið fjör. Skilst það eigi að pota okkur í eitthvað júniform af þessu tilefni en sel það ekki dýrara en ég keypti það, enda búin að vera í einangrun síðustu vikur og veit voða lítið um umheiminn eins og er. Á laugardaginn er ég reyndar búin að mæla mér mót við svo marga að það á eftir að vera heilmikið álag að standa við það alltsaman og eins gott að skilja háu hælana eftir heima ef þetta á ekki að enda með íþróttameiðslum.
Ég er á Reykjalundi eins og er, í básnum hennar mömmu að reyna að læra undir próf morgundagsins, sem er í kúrsinum Stjórnmálafræði: íslenska stjórnkerfið. Fínn kúrs með fullt af efni og ef ég miða við gömul próf þá verður þetta langerfiðasta prófið í ár. Verst að ég er ekkert búin að lesa fyrir það... Hm...
fimmtudagur, desember 16, 2004
Próflok og almennur aumingjaskapur
Birt af Unnur kl. 19:28
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli