Fyrsta prófi lokið. Þrjú eftir. Þetta mjakast.
Var farin að halda að ég væri búin að vinna bug á prófstressinu mínu alræmda fyrir þetta próf því ég var bara glöð og kúl á því alla vikuna, kvartaði meira að segja yfir því í gær að ég væri ekki nógu stressuð. En nú veit ég hinsvegar ástæðuna. Ég var að safna. Fyrir síðustu þrjá tímana fyrir prófið. Var heima að dúlla mér við að hita kaffi þegar það náði mér allt í einu, skalf eins og lauf í vindi, kaldur sviti, föl eins og lík, illt í mallann, foj. Panikaði og fór að reyna að lesa allar bækurnar mína, glósurnar og gömlu prófin á sama tíma, sem gekk merkilegt nokk ekki vel og gerði lítið til að minnka skjálftann. Á endanum sætti ég mig við örlög mín og gafst bara upp, búin að henda blöðum um allt eins og geðsjúklingur en engu nær um eitt eða neitt. Skellti mér bara í prófið eftir að hafa lofað mömmu að gera ekki betur en mitt besta.
Veit auðvitað ekki hvernig mér gekk, veit það aldrei, en ég veit að ég fór fyrst út úr prófinu sem orsakaði alveg nýja bylgju af stressi. Hverju gleymdi ég eiginlega að svara?...
Og væ ó væ á ég aldrei nóga sálarró til að fara yfir prófin mín?
föstudagur, desember 10, 2004
It´s all coming screaming back to me...
Birt af Unnur kl. 15:44
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli