Þeir sem muna eftir geðsveiflunum sem fylgdu lærdómi fyrir heimspekiprófið hjá Clarens á sínum tíma eru réttilega skelkaðir núna. Alþjóðastjórnmálaprófið sem ég fer í eftir hádegið virkar svipað, fáum bara fullt af efni en vitum ekki neitt hvernig er hægt að spyrja úr því, ekkert gefið upp um svoleiðis smáatriði. Sem er auðvitað kannski ekki skrýtið, maður á náttúrulega bara að kunna efnið og geta unnið úr þeim verkefnum sem er hent í mann úr því en hitt væri bara svooo mikið þægilegra! Ég vil bæta stöðu þægindasjónarmiðsins innan háskólakerfisins, það er ekkert hollt að sofa ekkert, lesa endalaust og lifa á kóki (Coca Cola sko, kókaínið er spari), svo hérmeð hef ég baráttu mína fyrir þægilegra og álagsminna háskólanámi. Birta prófin fyrirfram á netinu, fækka bókunum, setja í þær fleiri myndir og jafnvel tengja námsefnið kunnuglegum persónum til að minnka pressuna (hver gæti stressað sig yfir "Depill skoðar regluveldalíkan Allison"?) Hver er með???
mánudagur, desember 13, 2004
Heimspekihrollurinn all over again
Birt af Unnur kl. 09:30
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli