þriðjudagur, desember 21, 2004

Sayonara jólaálfar

Nú er lokið svakalegustu World Class þemahelgi sögunnar. Útskriftarveisla hjá Björk afgreiðsludömu og nú snyrtifræðingi (held ég allavega...) á föstudaginn, svaka fínar veitingar og horft á dúddana í Herra Ísland spóka sig á skýlunni eftir strangar æfingar í Laugum. Það rættist nú úr þeim miðað við ástandið á þeim þegar þeir byrjuðu, við vorum alveg hissa. Allir í brúnkusprautun takk! Ekki vildi ég nú samt að einhver gagnrýndi mig eins og við gagnrýndum þá, held ég hafi unnið mér inn nokkra tíma í kompunni þetta kvöld...
Á laugardaginn voru svo litlu jólin í Laugum. Byrjuðum í partíi hjá Birtu, svo var svo hrikalega gaman þar að við mættum alltof seint á litlu jólin. Það kom nú ekki að sök, mættum beint í karókíið sem strákarnir svartklæddu vígðu fyrir okkur, Jónsi tók Proud Mary svo manni næstum vöknaði um augun bara. Eða svoleiðis. Hm. Svo kom upp sú hugmynd að afgreiðslan tæki Æ Lov Rokk ennd Ról, Britney style. Áður en ég vissi af var byrjað að ýta mér af stað að sviðinu þrátt fyrir að ég væri búin að sverja og sárt við leggja að ég kæmi hvergi nálægt þessarri maskínu. Ég var ekki lengi að gróðursetja háu hælana í parketinu og sagðist ekki fara fet en þær lyfta stelpurnar sem greinilega er að bera árangur og ég var látin spæna upp parketið með illu að sviðinu. Sorrý Bjössi... Það fór nú samt betur en á horfðist, ég var of upptekin til að syngja mikið, við að passa að bömpa Hrönn ekki af sviðinu með Beyoncé múvinu öðru megin meðan ég reyndi að forðast að fá míkrafóninn sem Bylgja var alltaf að sveifla í áttina að andlitinu á mér í trýnið hinumegin. Svo var skutlast í bæinn þar sem ég fann Guðrúnu og höbbí á Sólon og dansaði með hald. Mjög töff. Hitti reyndar fáránlega mikið af fólki þetta kvöld. Endaði samt á að þiggja far heim með mömmu Jóhönnu (sem er kona dagsins af því tilefni) um sexleytið og missa meðvitund áður en ég snerti koddann. Brilljant kvöld!
Á sunnudaginn eldaði næfurþunn Bylgja ofaní liðið og fær prik í kladdann fyrir að fórna sér í eldamennsku í sínu ástandi! Klappklappklapp. Mexíkóskt þema og maturinn var frábær, lágum afvelta á eftir og töpuðum okkur í afar vafasömum umræðum... Þriðja World Class kvöldið í röð og ekkert síðra en hin tvö. Við erum ágætar.
Í dag (mán) fór ég svo í Smáralindina þar sem ég sannaði það sem ég hef alltaf sagt að ég versla eins og karlmaður á Þorláksmessu, kláraði allar jólagjafirnar á klst og var bara frekar ánægð með mig. Á morgun flýg ég til brósa og fjölskyldu í sveitina, hinn verður svo haldið til Bakkó þar sem jólin verða haldin hátíðleg hefðinni samkvæmt. Sem er hið besta mál. Mun snúa aftur til siðmenningarinnar þann 28. des, full af orku og til í slaginn.
Þangað til óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla, njótið nú rólegheitanna þessa örfáu daga og allir að muna að þakka fallega fyrir sig. Það er fullorðins. Til hamingju með jólin!

Engin ummæli: