þriðjudagur, desember 07, 2004

Horfin...

Ég er ekki dauð, ég lofa, ég er bara í prófum og haldin einstakri sjálfhverfu þessa dagana. En þið eruð samt góð að hringja og athuga hvort ég sé ennþá í tölu lifenda. Ánægð með ykkur.
Ég skrapp til Skandinavíu í rannsóknarleiðangur og komst að því að jú, það er hægt að eyða öllu sem maður á á 5 dögum. Þá vitið þið það. Maður er alltaf að fórna sér fyrir vísindin. Nóbell? Komst að því að Svíar eru ágætir en Danir eru æði, allavega gamli Daninn í Bilka sem sagði okkur að við ljómuðum og hefðum svo fallega útgeislun. Elskann. Og hann var ekki einu sinni pervert því fyrr en varði var hann kominn aftur að benda konunni sinni á hvað við værum ljómandi ungar stúlkur.
Annars er bara ekkert að gerast, ég er varla búin að fara útúr húsi í ca viku nema til að fá mér vikulega ísinn minn og slúðra, sem var náttúrulega bara nauðsynlegt. Engin vinna og allt í pati þar auðvitað því það vantar mig. En ekki hvað... Hóst.
Jú, og það sést í gegnum aðra augabrúnina á mér. Kannski ekki fréttir en mér finnst það magnað og í svona gúrkutíð er allt leyfilegt.
Svo er það bara að þrauka fram til 17. des en þá má opinberlega fara að syngja jólalög, bryðja piparkökur og krulla pakkabönd. Eitthvað skilst mér að ég eigi að djamma þá helgi alla með smá hléi til að dreifa jólaskapinu meðal hreystimenna og heiðurskvenna í klassanum og ætli ég reyni ekki að standa mig þar, þótt þið verðið börnin góð í alvöru bara að fara að læra að lifa með því að ég er lélegur drykkjumaður, eigum við að læra af hestamannaballinu kannski? Foj.
Gangi þeim vel í prófum sem féllu eins og ég fyrir "mennt er máttur" línunni á sínum tíma og megi hinir púkarnir njóta mandarínanna og troðningsins í Smáralindinni með gleði í hjarta.

Engin ummæli: