laugardagur, september 04, 2004

Streeeeesssssssss!!!

Úff, ég hélt ég væri að skipta í aðeins auðveldara fag en þetta er bara frekar svakalegt líka. Endalaus lestur, sem mér finnst reyndar alveg fínt, nema fullkomnunaráráttupúkinn í mér vill glósa allt sem hann kemur nálægt svo ég fer voða hægt yfir og klára kannski eina bók fyrir jól. Sem er slæm frammistaða og ekki líkleg til árangurs. Ég þarf að læra námstækni, það er nokkuð ljóst.
Ég er núna að lesa sögu 20. aldarinnar á Íslandi og mér finnst hún krúttleg, má það? Ég er svo stolt af okkur fyrir að vera svona lítil og saklaus þjóð. Enginn vissi hvernig neitt virkaði úti í hinum stóra heimi en langaði samt að prófa svo það var reynt, við misgóðan árangur, en allt reddaðist þetta alltaf og var gert í bestu trú. Sæta þjóð. Svo koma Danir svakalega vel útúr þessu öllu saman, greinilega ágætt fólk Danir, voru að mér sýnist aðallega að passa að við færum okkur ekki að voða í flumbruganginum. Getur verið að ég sé að lesa þetta með Pollýönnugleraugunum mínum?

Engin ummæli: