þriðjudagur, ágúst 31, 2004

Félagslyndið uppmálað, það er ég!

Ég fór í skólann í dag, á fund fyrir nýnema í stjórnmálafræði. Það var voða fínt, þarna var fullt af fólki sem ég kannaðist við héðan og þaðan sem ég hefði getað spjallað við og reynt að vera soldið kammó, flagga mannasiðunum. Ég bara nennti því ekki. Ég nennti í fyrra alveg að vera ógó hress og kynnast öllum og svona, en núna á ég bara voða lítið nenn eftir, og hvernig vingast maður við fólk sem maður nennir ekki að tala við? Þetta er ekki snobb, alls ekki, allir þessir krakkar líta út fyrir að vera mjög skemmtilegir og ég væri meira en til í að vera vinkona þeirra, nenni bara ekki að hafa fyrir því að verða vinkona þeirra. Ég er búin að þróa með mér óþol fyrir "smalltalk". Hjálp!

Engin ummæli: