laugardagur, september 18, 2004

Afrekskona með sýkla

Þá sé ég fram á það að komast aftur út úr húsinu mínu eftir að hafa verið haldið þar í gíslingu af sýklum síðustu daga. Þeir voru subbulegir gestir. Ég hinsvegar ákvað að nýta tímann og breyta herberginu mínu (aka musteri hinnar skipulögðu óreiðu) í minimalistíska skrifstofu. Sem tókst, merkilegt nokk, og nú get ég lært heima hjá mér. Magnað. Ég er æði.
Í dag afrekaði ég svo annað, ég nefnilega tók mig til og eldaði uppúr græna kosts bókinni minni sem ég hef ætlað að gera í svona ár en aldrei komið mér til að byrja. Ég eldaði grænmetissúpu sem var, hvernig sem á hana var litið, alveg æt, sem er algerlega meira en ég bjóst við af mat sem kom ekki snyrtilega í duftformi úr pakka. Það var fullt af dúlleríi í henni og Gunni, ég held þetta sé súpa sem við getum auðveldlega eldað í Gunnabæ. Jább.
Annars er ekkert að frétta, gaman í skólanum, alltof lítill tími til að gera allt sem mig langar að gera og aftur farin að syrgja tímann sem ég eyði í svefn. Some things never change :) Og mig langar að dansa samkvæmisdansa aftur en það vill enginn dansa við mig, sem er ótrúlegt í ljósi allra afrekanna sem ég var að telja upp hér að ofan. Skil þetta ekki. Hrmph.

Engin ummæli: