miðvikudagur, september 22, 2004

Lýst eftir horfinni færslu... Anyone?

Ég skrifaði hnyttna og bráðskemmtilega færslu hingað í gær sem virðist hafa týnst á leiðinni, hún finnst allavega hvergi í kerfinu eða á síðunni. Synd og skömm.
Engin leið að ég nenni að eyða púðri í að endurtaka það sem í honum stóð en í staðinn ætla ég að lýsa því yfir vegna fjölda áskorana að ég er lélegasti vinur í heimi. Að vísu er ég frábær þegar ég er mætt á staðinn, yfirmáta skemmtileg og kumpánaleg, eina málið og helsta umkvörtunarefnið þessa dagana er að ég hringi aldrei í neinn. (Nema til að reyna að fá fólk til að næra sig með mér, enda finnst mér það engan veginn þess virði í einrúmi.) Ég hef oft lofað bót og betrun á þessum galla mínum en í þetta skiptið ætla ég ekki að gera það. Svona er þetta bara, ég get ekki lagað þetta. Búin að reyna. Oft. Svo hérna er díllinn: Þið hringið og ég mæti samviskusamlega þangað sem ég er boðuð. Betur býð ég því miður ekki.

Engin ummæli: