Vinnan mín hefur svipt mig einum ótrúlega mikilvægum hæfileika. Eins og ég kann nú vel við mig þar þá hafa Laugar svipt mig hæfileikanum til að kveikja ljós á baðherbergjum, ég er vön að labba inn og stuttu seinna kvikna ljósin bara af sjálfu sér, ekkert vesen. Þetta finnst mér hið eðlilegasta mál og mjög viðeigandi á stað sem er svona morandi í sýklum eins og almenningsklósett, einum hlut minna að koma við og svona. Nema þannig virka baðherbergin ekki í Hlöðunni, en það dagar aldrei upp fyrir mér fyrr en ég er sest á klóið og byrjuð að pissa, svo mjög reglulega pissa ég í myrkri þessa dagana. Frekar spælandi en ég hitti samt alltaf!
mánudagur, september 27, 2004
Pissað í myrkrinu
Birt af Unnur kl. 20:10
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli