mánudagur, september 20, 2004

Smá jákvæðni í morgunsárið

Þessi dagur sýnist mér ætla að virka bara ágætlega, þeir gera það yfirleitt þegar ég þarf ekki að vakna við skerandi ýlfrið í vekjaraklukkunni minni. Mamma vakti mig í morgun, sem er ólíkt vinalegra, og mér tókst að hitta alla fjölskylduna mína áður en ég fór í skólann sem gerist nánast aldrei. Svo er prýðilegt gluggaveður, sem er mitt uppáhalds því þá er yndislegt að vera inni og horfa út en enginn biturleiki yfir að vera hinsvegar ekki úti sjálfur. Jei!

Engin ummæli: