fimmtudagur, október 02, 2003

Eftir smá niðursveiflu í áhuganum á náminu held ég að ég sé komin í þrjóskukast númer tvö! Allavega er ég aftur komin með smá einbeitingu og rétt rámar í af hverju ég er að leggja þetta á mig. Nema þegar ég er að gera P dæmin í eðlisfræði, þá man ég það aldrei, en svo rifjast það upp eftir smá svefn/kaffi/ofbeldi. Svo vei! :)
Já, og ég hef allt kvenkyns í lífi mínu hérmeð grunað um að vera eigi einsamalt þar sem mig dreymir eintómar barnsfæðingar þessa dagana (næturnar...). Ég kynni afskaplega vel að meta það ef viðkomandi myndi bara játa syndir sínar fljótlega svo ég geti hætt að hafa áhyggjur af að það verði ég!
Annars er ég að verða guðmóðir á sunnudaginn, en er það nokkuð tekið með?...

Engin ummæli: