þriðjudagur, október 28, 2003

Ah, þarf að bíða meira eftir tíma, best að rekja bara farir mínar enn frekar, fyrst fólk er að kvarta yfir að maður skrifi aldrei neitt er best að gera þetta bara þannig að það biðji um miskunn! :)
Nú stendur fyrir dyrum merkileg samkoma, sem er búin að vera á döfinn síðastliðin 4 ár en hefur ekki verið hrundið í framkvæmd fyrr en núna. Hinar fjórar fræknu úr Gaggó Mos ætla að hittast á fimmtudaginn! Það er óhjákvæmileg afleiðing þess að í tölvunni hennar Miss Sweden er að finna öll lögin af Gullinu sáluga og eftir að hafa hlustað á þau heilt kvöld og rifjað upp öll ósköpin urðum við að skipuleggja endurfundi.
Þessa færslu munu aðeins þrjár manneskjur í heiminum fyrir utan mig skilja :)
Þegar við hittumst allar síðast blasti lífið aðeins öðruvísi við, Now and Then og Grease voru bestu myndir í heimi, Dýrið hafði engan áhuga á Fríðu en þess meiri á Gaston, korkur var inni, glimmer var krabbameinsvaldandi, græn epli löguðu allt, afmæli kölluðu á meiriháttar leynilega skipulagningu, deilan um það hvort maður færi í eða til Hveragerðis kostaði næstum líkamleg átök, heitt kakó og Gullið (hvað hét ameríski útvarpsmaðurinn aftur..?) voru uppskrift að fullkomnu kvöldi, Kaffileikhúsið hitti spreybrúsa og dó og klapp á bakið kostaði dramatík.
Og þetta var æðislegt :)

Engin ummæli: