föstudagur, október 03, 2003

Þá er fyrstu vísundaferðinni lokið, og ég verð nú bara að segja að malbik er merkilegra fyrirbæri en mig grunaði og ég segi það ótrúlegt en satt án minnstu kaldhæðni. Að vísu mættu ekki nema 14 vísundar í þessa ferð (reiknað hafði verið með 40) og vegna samviskubits gagnvart gestgjöfum okkar var þögult samkomulag í hópnum um að reyna nú að gera veitingunum sem best skil miðað við höfðatölu. Og það gerðum við svo sannarlega, og stóðum okkur með endemum vel! Svona er maður nú vel uppalinn :)
Þaðan var förinni heitið á þýskt októberfest, þar sem vísindalega söngvatnið nýttist okkur vel og jóðlið fékk alveg nýja vídd...
Athyglisvert kvöld...

Engin ummæli: