Ég er orðin löglegur drykkjumaður! Skál fyrir því!
Ég varð semsagt tvítug í gær, eins og næstum allir sem ég þekki reyndar mundu eftir, síminn stoppaði ekki og nú finnst mér ég svakalega vinsæl og mikil gella. Þið hin sem gleymduð því, takk fyrir samveruna og gangi ykkur vel í lífinu, það var gaman meðan það entist.
Mér tókst að gera ótrúlega margt skemmtilegt á einum degi, án þess að skrópa í einum einasta tíma, sem er nú bara frekar vel af sér vikið finnst mér. Svo fékk ég 5 afmælisgjafir á réttum degi, sem er örugglega persónulegt met því yfirleitt sjást engar gjafir í nágrenni mínu fyrr í apríl/maí, svo vinir og vandamenn eru greinilega aðeins farnir að taka sig á í stundvísinni. (Að vísu held ég að ég hafi farið í svona 20 tvítugsafmæli á síðasta ári og munað eftir kannski 3 gjöfum á réttum tíma, en þótt ég geri þurfið þið ekki að gera það :p)
Nú stendur til að fagna atburðinum vel og vandlega um helgina, en þar sem nýja parketið okkar harðneitar að halda partý mun fögnuðurinn fara fram óformlega í hinum ýmsu heimahúsum og skemmtistöðum á stór-Reykjavíkursvæðinu, og bið ég fólk að vera bara í símasambandi til að staðsetja afmælispésann :)
Takk fyrir mig! :*
miðvikudagur, október 15, 2003
Birt af Unnur kl. 19:23
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli