þriðjudagur, mars 01, 2005

Spandex og svitabönd

Ég er semsagt að fara að kenna pallatíma í Spönginni í næstu viku. Sem hljómar ansi hreint skemmtilega, held ég geti staðið mig alveg ágætlega í því um leið og ég er búin að ná því hvernig á að telja taktinn, leiðbeina liðinu og gera sporin, allt á sama tíma og án þess að detta um pallinn. Þetta er í vinnslu, enda eins gott, ekki margir dagar til stefnu. Er samt ekkert langt frá því sem ég hef verið að gera svo ég hef svosem ekkert stórkostlegar áhyggjur af þessu, veit alveg að ég massa þetta :p
Annars er ég búin að búa á Hlöðunni síðustu daga að skrifa ritgerð fyrir Hannes félaga minn Hólmstein og það gengur ekki neitt þessa stundina, er alveg strand. Ekki það að ritgerðarefnið sé einu sinni neitt það krefjandi, ég bara einhvernveginn get ekki skipulagt það í hausnum á mér til að koma því á blað. Kannski vegna þess að ég er næstum ekkert búin að sofa síðustu nætur, vakna bara alltaf á tíu mínútna fresti. Þarf að fara að æfa mig að vera hrísla í vindinum áður en ég fer að sofa, það virkar víst...

Engin ummæli: