Blogg. Einmitt. Hæ.
Fyrst það er komið í ljós að ég verð ekki fjölmenningarleg og framandi í sumar heldur Frónbúi og starfsmaður í hofi hins heilaga svita þá er hér með gefin út stefnuyfirlýsing fyrir komandi mánuði. Komandi mánuðir eru skilgreindir sem tíminn eftir próf og fyrir 22ja ára afmælið mitt. "Útivistarhetja með tásublöðrur, litríka höfuðklúta og smart belti með litlum vatnsflöskum í" er þema komandi árstíðar og þið kæru vinir eruð hérmeð öll dæmd samsek. Er strax farin að finna ofvirknina læsast um líkamann. Trééééééééééé!
Írski vitleysingurinn er líka búinn að boða líklega komu sína í ágúst og í þetta skipti ætlar hann að taka nokkra litla vini sína með. Ég ætla að eyða tímanum þangað til í að kveðja hárið mitt sem hefur reynst mér vel í gegnum árin en mun ekki lifa af allar heimsóknirnar í Bláa lónið.
Oh. Andlaus dagur. Sund!
mánudagur, mars 28, 2005
Plan A
Birt af Unnur kl. 14:52
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli