Jeminn hvað ég er fær í að koma inn sammara hjá fólki, vældi og skældi hérna í gær og kommentakerfið tapaði sér. Jæja, þið hafið þá allavega samvisku börnin góð ;) Annars ríkir gleðin hér í dag, fór í mælingu til Fríðu Rúnar í gær og útkoman: Unnsa massi! Úggabúgga! Hef ekkert lést en er með töluvert lægri fituprósentu og stærri upphandleggi sem þýðir einfaldlega þetta, massatröll dauðans, tada! Enda ekkert skrýtið, maður er að æfa með svo biluðu liði að það væri kraftaverk ef ekkert væri að gerast. Annars hafa æfingar þessa vikuna ekki farið eftir áætlun, ég er opinberlega búin að flytja lögheimilið mitt uppá pall og hef ekki snert lóð í viku.
Frekar fátækleg helgi samt, var svo útkeyrð í gær að ég fór beint heim að lúlla eftir að ég lokaði Laugum, og í kvöld er ég að fara að passa prinsessurnar hennar Ellu og gisti þar, svo sukk og svínarí verður í algjöru lágmarki. En hefur maður ekki bara gott af að hvíla sig, held ég sé búin að sofa að meðaltali 4 tíma á nóttu síðustu vikur. Áhrif þessarrar langþreytu sjást best á því að ég hef uppá síðkastið sést ráfa um langtímum saman fyrir utan Laugar, tóm í augunum að leita að bílnum mínum...
laugardagur, mars 05, 2005
Fituskert og forhert
Birt af Unnur kl. 14:41
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli