Þetta er að verða alltof mikið álag. Ég horfði á Strákana í síðustu viku og þá voru þeir að vappa um í görðunum hjá fólki og gægjast inn, athuga hvort það væri stillt á Strákana. Svo nú þarf maður að fara að hafa sig til áður en maður sest fyrir framan skjáinn, taka til í kytrunni, passa að bora ekki í nefið eða klóra sér á óviðeigandi stöðum ef ske kynni að það væri verið að taka mann upp! Argasti dónaskapur. Fyrir utan að skipulega óreiðan í herberginu mínu er (vegna umrædds álags auðvitað, svona almennt þessa dagana) að verða fulllítið skipulögð og þess meiri óreiða svo ég er dauðhrædd um að vakna einhvern morguninn við það að Heiðar snyrtir og Margrét verðandi tengdó (eeelska Sigfús) pota í mig og það rymji í Hjálmari Hjálmarssyni úr loftinu eins og rödd Guðs eitthvað smellið um hagi mína og herbergjaskipan. Svo til öryggis þarf maður nú að fara tilhafður í háttinn líka. Pressa...
mánudagur, mars 21, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli