Hata hnyttnar, einlægar, rómantískar gamanmyndir. Fór með stelpunum á Hitch áðan og nú er ég öll mjúk og malandi að innan, kann ekki við það... Langar skyndilega bara í krúttlegan kærasta til að kúra mig og knúsa og klappa mér á kollinn þegar ég er æðislega mikill lúði. Þetta er algjört stórslys! Ef þú flettir upp "einhleyp" í orðabók finnurðu þar mynd af mér! Ég á ekki að vera að hugsa svona. Annars held ég að ég verði að fara að draga eitthvað karlkyns með mér heim, bara til að gleðja mömmu mína, sem er alvarlega búin að lækka standardinn fyrir tengdasyni eftir að vonarglætan fór að fara minnkandi hjá henni. Ástandið er orðið svo slæmt að um daginn langaði hana að koma mér saman við dúdda sem vinnur með henni og rökin fyrir því: Hann gengur um skrifstofuna á sokkunum og henni finnst það sætt. Mér finnst hún farin að vanmeta kvenkosti mína alvarlega!!!
sunnudagur, mars 06, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli